Stöðvapróf er hugsað sem próf í praxís fremur en djúpri þekkingu á læknisfræðilegum staðreyndum
Hve vel hefur nemanum tekist að temja sér daglegt vinnulag lyflæknis á sjúkrahúsi eða göngudeild
Könnun á færni
Sögutaka
Framkoma, tækni og stöðluð aðferð
Klínísk færni
Framkoma, tækni og stöðluð aðferð
Ályktunarhæfileiki
breið þekking en ekki djúp
Leitast við að kanna hve vel neminn
Þekkir og lýsir teiknum sjúkdóma
Tengir sögu og teikn til að komast að greiningu
Áttar sig á höfuð-vandamálum sjúklingsins
Ræðir söguna, teiknin og vandamálin í samhengi
setur sér þannig skynsamlega áætlun um frekari rannsóknir og meðferð
Útskýrir fyrir "ekki læknum" þann vanda sem um er að ræða, hugsanlegar orsakir, rannsóknir og meðferð
Nánar um fyrirkomulag
Prófarar hvers nema amk 6 - 7 kennarar
Flestir nemar taka sama próf
Prófað í mörgum algengum vandamálum
Mörg kerfi könnuð hvað varðar
þekking og ályktunarhæfileiki
Prófað í sögutöku eingöngu hjá amk 2 sjúklingum með mismunandi kennurum
Stöðluð fyrirmæli veitt til nemenda um verkefnin
Einkunn gefin skv. fyrirfram ákveðnu kerfi á stöðluðu eyðublaði
Framkvæmd
Hver stöð tekur um það bil 15 mínútur en einnar mínútu hlé er milli hverrar stöðvar
Prófað er í 3 líkamskerfum þar sem aðaláherslan er á klíníska færni
þar er líka tækifæri til að meta ályktunarhæfileika og þekkingu.
Tvær stöðvar prófa fyrst og fremst sögutöku
þó einnig þekkingu, ályktunar- og úrvinnsluhæfni auk hæfni til útskýringa fyrir sjúklingi
Ein til tvær stöðvar eru samsettar af styttri kerfaskoðun og prófun á hæfni til útskýringa fyrir óviðkomandi eða lausn klínísks vandamáls (t.d. myndir eða dæmi – data interpretation)