Search the site...

Innkirtlasjúkdómar: vefsíða fyrir læknanema
  • Forsíða
  • Sykursýki
  • Skjaldkirtill
  • Beinþynning
  • Sterar og álag
  • Heiladingull
  • Nýrnahettur
  • Kynhormón
  • Um
  • Stöðvapróf í lyflæknisfræði á 4. ári
  • Forsíða
  • Sykursýki
  • Skjaldkirtill
  • Beinþynning
  • Sterar og álag
  • Heiladingull
  • Nýrnahettur
  • Kynhormón
  • Um
  • Stöðvapróf í lyflæknisfræði á 4. ári

Stöðvapróf í lyflæknisfræði

læknadeild HÁSKÓLa ÍSLANDS - 4. ár

próffyrirkomulaginu var breytt 2005


Af Hverju?

  • Breytingar (stytting) á námi læknanema.
  • Próf fer fram 2 vetrum fyrr en áður var
  • Stöðlun og mat verulegt vandamál í gamla kerfinu
  • Engin miðlæg stýring eða fyrirmæli.........

Fyrirmyndirnar

  • Fyrst og fremst breskar
  • OSCE
  • Short Cases (Paces)

Markmið

  • Kerfisbundin stöðluð skoðun
  • Allir kennarar ættu að geta prófað í öllu
  • Grunnfærni í lyflæknisfræði (ekki sérgreinapróf)​
    • Stöðvapróf er hugsað sem próf í praxís fremur en djúpri þekkingu á læknisfræðilegum staðreyndum
  • Hve vel hefur nemanum tekist að temja sér daglegt vinnulag lyflæknis á sjúkrahúsi eða göngudeild

Könnun á færni

  • Sögutaka
    • Framkoma, tækni og stöðluð aðferð
  • Klínísk færni
    • Framkoma, tækni og stöðluð aðferð
  • Ályktunarhæfileiki
    • breið þekking en ekki djúp

​Leitast við að kanna hve vel neminn

  • Þekkir og lýsir teiknum sjúkdóma
  • Tengir sögu og teikn til að komast að greiningu
  • Áttar sig á höfuð-vandamálum sjúklingsins
  • Ræðir söguna, teiknin og vandamálin í samhengi
    • setur sér þannig skynsamlega áætlun um frekari rannsóknir og meðferð
  • Útskýrir fyrir "ekki læknum" þann vanda sem um er að ræða, hugsanlegar orsakir, rannsóknir og meðferð

Nánar um fyrirkomulag

Picture
  • Prófarar hvers nema amk 6 - 7 kennarar
  • Flestir nemar taka sama próf
  • Prófað í mörgum algengum vandamálum
  • Mörg kerfi könnuð hvað varðar
    • þekking og ályktunarhæfileiki
  • Prófað í sögutöku eingöngu hjá amk 2 sjúklingum með mismunandi kennurum
  • Stöðluð fyrirmæli veitt til nemenda um verkefnin
  • Einkunn gefin skv. fyrirfram ákveðnu kerfi á stöðluðu eyðublaði

​Framkvæmd

Picture
  • Hver stöð tekur um það bil 15 mínútur en einnar mínútu hlé er milli hverrar stöðvar
  • Prófað er í 3 líkamskerfum þar sem aðaláherslan er á klíníska færni
    • þar er líka tækifæri til að meta ályktunarhæfileika og þekkingu.
  • Tvær stöðvar prófa fyrst og fremst sögutöku
    • þó einnig þekkingu, ályktunar- og úrvinnsluhæfni auk hæfni til útskýringa fyrir sjúklingi
  • Ein til tvær stöðvar eru samsettar af styttri kerfaskoðun og prófun á hæfni til útskýringa fyrir óviðkomandi eða lausn klínísks vandamáls (t.d. myndir eða dæmi – data interpretation) 


Gagnleg kennslumyndbönd frá Geekymedics

Powered by Create your own unique website with customizable templates.